04.05.1923
Neðri deild: 57. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 95 í D-deild Alþingistíðinda. (3086)

136. mál, endurskoðun löggjafarinnar um málefni kaupstaðanna

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Jeg held, að það sjeu ekki fullnægjandi rök á móti lóðargjöldunum, þótt lóðirnar í einstöku kaupstað sjeu ekki einstakra manna eign, heldur eign ríkissjóðsins. Þegar svo stendur á, kemur skatturinn aðeins niður á leigjanda, í stað eiganda lóðarinnar. Annars þykir mjer gott að heyra, að hv. 1. þm. Reykv. (JakM) er ósamþykkur frv. í sumum greinum. Jeg hafði annars búist við, að hann væri með því, þar eð hann er flm.