07.05.1923
Neðri deild: 59. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 107 í D-deild Alþingistíðinda. (3104)

143. mál, húsmæðraskóli á Staðarfelli

Magnús Jónsson:

í síðari till. á dagskránni er engu slegið föstu um það, að skólinn eigi nokkuð skylt við Herdísarsjóðinn, en í þessari till. er farið fram á húsmæðraskóla og hann orðaður við þann sjóð.

Jeg vil því beina þeirri spurningu til hæstv. atvrh. (KIJ), hvort það geti komið til mála, að stjórnin láti breyta erfðaskránni í þeim tilgangi, að nota mætti fje Herdísarsjóðsins til húsmæðraskóla. Því ef svo er, hlýt jeg að vera algerlega á móti því að fela stjórninni að fara með þetta mál.