07.05.1923
Neðri deild: 59. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 108 í D-deild Alþingistíðinda. (3106)

143. mál, húsmæðraskóli á Staðarfelli

Flm. (Bjarni Jónsson):

Jeg gleymdi að geta þess áðan, hvers vegna gefandinn setti samanburð við Ytri-Ey, en ekki við kvennaskólann í Reykjavík, en það var af því, að Ytri-Eyjarskóli var þá miklu fremur hússtjórnarskóli, og því nær hugtakinu að stofna húsmæðraskóla. En Staðarfellshjónin gáfu ekki jörðina í öðru skyni en því, að skólinn yrði reistur þar, og hygg jeg, að það sje tekið fram í gjafarbrjefinu, en máske er þess þó ekki þar getið. Fyrv. forsrh. (JM) vissi, að Magnús Friðriksson gaf ekki jörðina nema með því skilyrði, að skólinn yrði reistur á Staðarfelli.