28.03.1923
Efri deild: 29. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 264 í B-deild Alþingistíðinda. (314)

29. mál, ritsíma og talsímakerfi

Frsm. (Einar Árnason):

Jeg ætla aðeins að segja fáein orð. Þetta frv. er svo lítið, að það þarf ekki langra skýringa við, Samgöngumálanefndin sjer ekki neitt því til fyrirstöðu, að línur þessar bætist inn í símalögin. Hún vill aðeins gera þá formbreytingu á frv., að ekki sje ákveðið, frá hvaða stað línan til Gunnólfsvíkur sje lögð. Þessi breyting er gerð að ráði landssímastjóra. Jeg legg svo til, að frv. verði samþykt eins og það er orðað hjá nefndinni á þskj. 213.