05.05.1923
Neðri deild: 58. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 470 í D-deild Alþingistíðinda. (3210)

152. mál, sjúkravistarstyrkur handa geðveikum þurfamönnum

Sveinn Ólafsson:

Jeg hefi leyft mjer að koma fram með brtt. á þskj. 551. Brtt. breytir ekki efni till., en jeg leit svo á, að nauðsyn væri á því að gera skýrara efni hennar. Eins og till. er orðuð, mætti draga þá ályktun af henni, að svifta ætti þurfamennina styrk, ef hann færi fram úr 8 kr. á dag, en auðvitað er það tilgangurinn, að tillagið úr ríkissjóði verði ekki hærra en þetta. Verður þetta skýrt eftir brtt. minni.