11.04.1923
Efri deild: 37. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 529 í D-deild Alþingistíðinda. (3253)

129. mál, húsmæðraskóli á Staðarfelli

Flm. (Jónas Jónsson):

Jeg tók fram, að óþarfi væri að vísa málinu til nefndar, og því mundi jeg greiða atkvæði á móti því. Það er af þeirri einföldu ástæðu, að málið liggur opið fyrir eins og nú er, og engu er við að bæta, nema því, að hrinda framkvæmdunum af stað. Það er sjálfsagt, að ekki sje verið að eyða óþarflega löngum tíma í að rannsaka málið betur. Það er nægilega vel undirbúið, og ekkert finst mjer vanta á, nema framkvæmdirnar.