08.05.1923
Sameinað þing: 4. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 546 í D-deild Alþingistíðinda. (3282)

133. mál, strandvarðar og björgunarskip

Magnús Jónsson:

Jeg fylgi brtt. og get eftir ræðu 1. flm. hennar (HSt) fallið frá orðinu. Jeg álít ómögulegt að setja þetta skip í neitt samband við björgunarskip. Því þegar slíkt skip ætti að fara langar leiðir til að bjarga, þá væri það auglýsing fyrir togarana, að nú væri friður og öllu óhætt.

Einnig tel jeg vafasamt, að hægt væri að búa slíkt skip svo að björgunartækjum, að vel dygði. Á hinn bóginn gæti þetta skip orðið til þess, að því björgunarfjelagi, sem hjer hefir haft björgunarskip, þætti ekki lengur borga sig að hafa það hjer, og sætum við svo uppi með þetta eina ófullnægjandi björgunarskip, en það gæti á skömmum tíma orðið okkur dýrara en svo, að það borgaði sig. Væri þá ver farið en heima setið. Jeg verð því með brtt.