10.03.1923
Efri deild: 14. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 271 í B-deild Alþingistíðinda. (329)

21. mál, ríkisskuldabréf

Björn Kristjánsson:

Það er öðru nær en jeg vilji fara að halda langa ræðu um þetta efni, enda er málið smámál.

Viðvíkjandi smálánum ríkissjóðs, þá er venjan sú, að hann taki þau í bönkunum, og gefur þá bara út eitt skuldabrjef fyrir þeim.

Vera má, að sjóðir keyptu eitthvað af þessum brjefum, en þá mundu þau keppa við veðdeildina á því sviði. En jeg efast mjög um, að þessi brjef yrðu mikið keypt, ef þau verða ekki innleyst fyr en eftir 25 ár.

Mjer er þetta mál ekkert kappsmál og því sama um það.