10.03.1923
Efri deild: 14. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 271 í B-deild Alþingistíðinda. (331)

21. mál, ríkisskuldabréf

Sigurður Jónsson:

Háttv. 2. þm. G.-K. hefir nú lýst skoðun sinni á þessu máli í deildinni, og varð hennar að vísu vart innan nefndarinnar. En mjer virðist að hann hugsi sjer nú helst að snúast alveg á móti málinu. (BK: Nei, nei). Jæja. Þá er það gott og blessað.

Hæstv. fjrh. (MagnJ) hefir nú fært rök fyrir því, að frv. þetta, ef nær fram að ganga, verði til hægðarauka fyrir stjórnina í smærri og stærri tilfellum. Mjer finst því ekki vert að neita hæstv. stjórn um það, að þetta frv. verði gert að lögum.