23.04.1923
Efri deild: 46. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 586 í D-deild Alþingistíðinda. (3312)

146. mál, prestsþjónusta í Mosfellsprestakalli

Flm. (Jónas Jónsson):

Mjer er ekki vel ljóst það, sem kom fram í ræðu hv. 4. landsk. þm. (JM), að hverju leyti till. kæmi í bága við lögin, ef hún yrði framkvæmd. Það er algengt um land alt, að undir eins og brauð losnar, þá eru nágrannaprestarnir fengnir til að þjóna því, uns nýr prestur er skipaður. Jeg býst við, að það sje venjulegt að láta þá presta fá bara einhvern ákveðinn hluta af laununum. Það væri gaman að vita, hvaða lög yrðu brotin, ef till. yrði samþykt, hvaða lög hindra það, að landið geti þannig fengið ódýrari prestsþjónustu en ella. Því að hitt veit jeg, að hv. 4. landsk. þm. (JM) ber ekki brigður á, að það sje hægt að fá nóga prestvígða menn í Reykjavík til að gegna þessum störfum.