01.03.1923
Neðri deild: 9. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 637 í D-deild Alþingistíðinda. (3352)

27. mál, verðgildi íslenskrar krónu

Fjármálaráðherra (MagnJ):

Aðeins örfá orð. Í umr. hjer hefir verið minst á tillögur, sem jeg hefði komið fram með um skipulag gjaldeyrisverslunarinnar. Það var í rauninni ekki því að kenna, að við værum ósammála, að ekki varð úr framkvæmdum þá. Og nú vil jeg aðeins geta þess, að væntanleg nefnd mun að sjálfsögðu geta athugað þessar tillögur líka, og mun jeg láta henni í tje allar upplýsingar, sem jeg get.

Viðvíkjandi því, sem talað hefir verið um fjármálastjórnina í sambandi við Íslandsbanka og gengissamninginn, skal þess eins getið, að stjórnskipulag bankans ætlar fjármálaráðherra ekkert sæti í stjórn hans, og þýðir því ekki að spyrja hann um þessi efni.