26.03.1923
Neðri deild: 29. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 729 í D-deild Alþingistíðinda. (3417)

41. mál, landhelgi og landhelgisgæsla

Magnús Guðmundsson:

Jeg ætla aðeins að gefa dálitlar skýringar viðvíkjandi þessu máli, út af því sem hæstv. fjrh. (MagnJ)sagði um afstöðu fyrv. stjórnar í einu atriði. Jeg man það vel, að í fyrra, þegar jeg Ijet af fjármálastjórninni, þá var búið að borga inn alt sektarfje og annað, er til landhelgissjóðsins átti að fara fyrir árið 1920, en auðvitað ekki fyrir 1921. Og það var vegna þess, að þá voru enn ókomnir reikningar frá sýslumönnum víðs vegar um landið, og því ómögulegt að vita, hve mikið átti að fara til landhelgissjóðsins. Vil jeg gefa þessa skýringu, vegna þess að mjer skildist á hæstv. fjrh. (MagnJ), að enn væri óborgað í Landsbankann fyrir árin 1920 —1921.