12.05.1923
Efri deild: 60. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 878 í D-deild Alþingistíðinda. (3478)

82. mál, lán og ábyrgðir landssjóðs

Fjármálaráðherra (KIJ):

Fyrirspurnin er í 2 liðum. Fyrri liðurinn er um lán, sem veitt hafa verið bæjarfjelögum, sveitarfjelögum og einstökum mönnum. Skifti jeg lánum þessum í þrjá, eða aðallega tvo, höfuðflokka, og lítur niðurskipunin þá þannig út:

A. Lán.

I. Hallærislán:

1. 30/11 ´17 Bæjarsjóður

Reykjavíkur kr. 100000

(ekkert afborgað).

2. 31/1 ’18 Bæjarsjóður Ísafjarðar — 100000

(afborgað kr. 6750).

3. 22/4 ’18 Hreppsnefnd

Grunnavíkurhrepps. ..................... — 5000

(17/4 ’20 afb. kr. 1737,50).

4. 12/7 1918 Hreppsnefnd

Innri-Akraneshrepps ...................... — 3000

11. Bæjarsjóður Reykjavíkur:

15/10 ’21 Til rafmagn-

sveitu að Laugarnesi og

Kleppi (vaxta- og af-

borganalaust í 6 ár)...................... kr. 75000

Þetta eru þau lán, sem hafa verið veitt sjerstaklega samkvæmt lögum. En þar að auki eru ótalmörg landssjóðslán, sem veitt hafa verið í ýmislegum tilgangi. Eru sum þeirra mjög gömul og frá þeim tíma, er hjer voru engir bankar og fáir sparisjóðir. Hafa þessi lán einkum verið veitt húsa- og jarðaeigendum úr svokölluðum viðlagasjóði, en um öll þessi lán er að finna upplýsingar í lista þeim, sem árlega fylgir viðlagasjóðsreikningi. Skráin sjálf er um 30 blöð, og hugsa jeg, að hv. fyrirspyrjandi kæri sig ekki um, að hún verði lesin upp (JJ: Nei), enda hefir hún verið lögð fyrir yfirskoðunarmenn Alþingis, en listinn yfir lánin er á þessa leið:

Almenn afborgunarlán.

Breytt afborgunarlán.

Ömt, sýslunefndir, sveitarfjelög.

Mjólkur- og rjómabú.

Tóvjelalán.

Þurrabúðarmannalán.

Prestaköll, kirkjur, skólar o. fl.

Girðingalán 1907 og 1909.

Girðingalán skv. 1. nr. 52, 30. júlí ’09.

Ritsíma- og talsímalán.

Harðærislán.

Lán byggingarsjóðs Íslands.

Upphaflega voru öll viðlagasjóðslán afborganalaus, gegn 4% rentu, en fyrir 10 árum síðan eða svo var þeim öllum breytt í afborganalán, og nú er ekkert fast lán veitt nema gegn vissri árlegri afborgun. Rentufóturinn hefir verið mismunandi, en nú er ekkert lán veitt með undir 5% vöxtum.

Eins og kunnugt er, hafa hjeruð, sem eiga að leggja til einhverja upphæð til símalagninga, heimild til að fá þá upphæð að láni úr landssjóði, ef þau geta ekki lagt fjeð fram af eigin ramleik, og skifta þessi lán jafnvel þúsundum króna árlega. Annars liggur viðlagasjóðsskráin frammi til sýnis handa öllum, sem óska.

Mjer skildist á hv. fyrirspyrjanda, að hann teldi ábyrgðirnar mest áríðandi. Þær eru ekki margar, en aftur á móti fyrir háum upphæðum. Fer hjer á eftir listi yfir þær, og í samræmi við fyrirspurnina kalla jeg svarað síðari liðnum.

B. Ábyrgðir.

I. Fyrir bæjarfjelög.

a. Reykjavíkurkaupstaður:

1. Hafnarlán frá 1912 (1.

nr. 19/1911.......... kr. 1200000

2. Vatnsveitulán 2 frá

1909 og 1922 (500 þús.

+ 500 þús.) ......... — 1000000

3. Rafveitulán 2 (fjár-

aukal. 1918–19 og fjár-

aukal. 1921), samtals — 3100000

b. Akureyrarkaupstaður:

Rafveitulán (f járl. 1920

— 21 ................................ kr. 1000000

c. Vestmannaeyjakaupstaður:

1. Hafnarlán:

a. Hlaupandi víxlar nú .. .. kr. 595000

b. Nýr víxill í

vændum ca....................... kr. 126500

————————— kr. 721500

2.Lán til rekstrar björg-

unarskipsins Þórs(fjár-

aukal. 1920–1921) ............... — 80000

II. Botnvörpufjelög.

III. 1. H/f „Stefnir“:

Ábyrgð gagnvart R. O.

Clarke) í Grimsby (nóv.’21) £ 9500

2. H/f „Hængur“:

Ábyrgð gagnvart Geste-

münde Bank kr. 35000,

Landsb. kr. 50000 og Ís-

landsb. kr. 50000 (nóv. ’21)

alls .....................................kr. 135000

3. H/f „Otur“:

Ábyrgð gagnvart Íslandsb.

(þó ekki yfir 200000 kr.

(nóv. 1921) £ 9500

4. H/f „Höfrungur“:

Ábyrgð gagnvart National

Provincial Bank, Southamp-

ton (1923, ekki enn komið

til framkvæmda) £ 9500

5. H/f „Kári“:

Lofuð ábyrgð gagnvart Íslands-

banka (ekki afgreidd) £ 5000

Hefi jeg svo ekki frekara að segja við þessari fyrirspurn. Skýrslur þær, er jeg hefi gefið, eru frá skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins, og efa jeg ekki, að þær sjeu rjettar.