24.04.1923
Efri deild: 47. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 859 í C-deild Alþingistíðinda. (3502)

97. mál, vaxtakjör

Guðmundur Ólafsson:

Það er út af nokkrum orðum háttv. 4. landsk. þm. (JM), sem jeg ætla að segja fáein orð. Háttv. þm. var sammála okkur flm. um, að frv. næði líka til Íslandsbanka. (BK: Ekki ákveðið). Jú, svo skildist mjer að minsta kosti. Hins vegar get jeg fallist á, að frv. nái síður til hans, þar sem hann er aðallega sjávarútvegsbanki. Jeg álít rjettara, eins og þessi háttv. þm. (JM) tók fram, að málið yrði borið undir bankastjórnirnar til þess að fá að heyra álit þeirra. Jeg get ekki skilið í öðru, en að þeir þm., sem hafa sömu skoðun og hv. 4. landsk. þm. (JM), geti vel greitt frv. atkvæði við þessa umr., því að í millitíð getur nefndin ráðfært sig við bankastjórana út af málinu, og svo getur álit þeirra komið til greina við 3. umr.