30.04.1923
Neðri deild: 53. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 326 í B-deild Alþingistíðinda. (370)

92. mál, hlunnindi

Gunnar Sigurðsson:

Jeg vil lýsa því yfir, að jeg er „principielt“ með þessu máli. Jeg hefi aldrei verið hræddur við að veita hjer inn erlendu fje. Fjeð er jafngott, þótt erlent sje, ef aðeins er nógu vel fyrir öllu sjeð, sem þarf. Jeg verð að telja, að það lýsi talsverðu vantrausti á þinginu að ætla, að það geti ekki gengið svo frá þessu máli, að eigi sje þetta fremur til bóta. Jeg er ekki svo hrifinn af bönkunum hjer eða starfsemi þeirra, að jeg telji þessa banka vanþörf.

En það er eitt atriði í þessu, og það er, að jeg tel 2 miljónir of lágan höfuðstól. 3 milj. kr. væru síst of fjarri lagi. Mun jeg bera fram brtt. um það við 3. umr. Jeg verð að telja þingið lítilþægt, ef það fer að veita þessi sjerrjettindi og hlunnindi gegn eigi meira hlutafje en 2 milj. kr. Íslandsbanki var þó á sínum tíma stofnaður með 21/2 milj. kr., og stóð þó öðruvísi á þá.