17.04.1923
Neðri deild: 44. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 383 í B-deild Alþingistíðinda. (426)

83. mál, fræðsla barna

Frsm. (Sigurður Stefánsson):

Jeg ætla að nota rjett minn sem framsögumaður til andmæla því, sem fram hefir komið. Það er ekki með frv. þessu verið að gera ráð fyrir aukaborgun handa prestunum; aðeins endurgreiðslu úr ríkissjóði á útlögðum ferðakostnaði þeirra við barnaprófin. Þegar prestar vinna sín aukaverk, þurfa þeir ekki að leggja neitt í kostnað; þeir geta reiknað sjer þóknun fyrir þau.

Nú er með lögum lögð á þá sú kvöð að leggja fram fje úr sínum vasa til þessa starfa, sem aðrir fá þó fulla borgun fyrir. Þetta leiðir til þess, að prestarnir vilja losa sig við þetta starf. Þeir verða þá víða sama sem útilokaðir frá að koma nærri prófunum.