17.04.1923
Neðri deild: 44. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 384 í B-deild Alþingistíðinda. (428)

83. mál, fræðsla barna

Pjetur Ottesen:

Jeg vil aðeins leiðrjetta þann misskilning hjá hv. þm. N.-Ísf. (SSt), að aukaverk presta og húsvitjunarstörf sjeu eitt og hið sama. Hann getur ekki vilt neinum sýn með því að vera að bera þetta saman. Það er vitanlegt, að prestum ber að lögum sjerstök borgun fyrir aukaverk, en það eiga þeir alls ekki fyrir húsvitjanir, og fengu vitanlega ekki heldur meðan þeir höfðu fyrir því að húsvitja. Og þó að þess sje nú krafist af þeim, að þeir sjeu prófdómarar án sjerstakrar borgunar, þá er það ekki nema rjettmæt krafa og uppbót á vanrækslu þeirra á lögskipuðum húsvitjunum.

Síðustu ræðu háttv. þm. (SSt) var helst ekki hægt að skilja á annan veg en þann, að það væru bara peningarnir, sem prestarnir litu á við þetta prófdómarastarf, og það minnir mann þá ósjálfrátt á þetta gamla: að seint fyllist sálin prestanna.