17.04.1923
Neðri deild: 44. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 384 í B-deild Alþingistíðinda. (429)

83. mál, fræðsla barna

Frsm. (Sigurður Stefánsson):

Jeg mótmæli þeim áburði háttv. þm. Borgf. (PO) á, prestastjett landsins, að húsvitjanir sjeu alveg niður lagðar. Það er altaf hægt að slá svona órökstuddum áburði fram, en honum mun reynast óhægra að sanna hann. Hjer er alls ekki um nein laun að ræða handa prestum, heldur einungis greiðslu á beinum kostnaði þeirra við ferðalög í þarfir hins opinbera.