23.04.1923
Efri deild: 46. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 390 í B-deild Alþingistíðinda. (447)

134. mál, verslun með ópíum o.fl.

Frsm. (Sigurður Hjörleifsson Kvaran):

Nefndin hefir eiginlega ekkert haft við frv. þetta að athuga og telur sjálfsagt, að það nái fram að ganga á þessu þingi. hún hefir þó komið fram með nokkrar brtt., og er ein þeirra dálítil efnisbreyting, en hinar eru einungis orðabreytingar, til þess að gera málið á frv. betra.

Nú hefir það orðið að samkomulagi milli nefndarinnar og stjórnarinnar að láta ekki bera þessar brtt. upp við þessa umr., en geyma þær til næstu umr. Leyfi jeg mjer því að skjóta þessu til hæstv. forseta.