12.03.1923
Efri deild: 15. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 414 í B-deild Alþingistíðinda. (477)

18. mál, varnir gegn kynsjúkdómum

Forsætisráðherra (SE):

Aðeins stutt athugasemd. Það er þýðingarlaust að hefja umræður af nýju um ákvæði það, er felt var úr stjórnarfrv. um ókeypis sjiúkrahúsvist fyrir þá sjúklinga, sem efnalitlir eru. En jeg vil aðeins enn á ný taka fram, að jeg tel þessi ákvæði hefðu verið til bóta. Jeg verð ekki með brtt. Jeg er sammála háttv. 2. þm. S.-M. (SHK), að það sje alger óþarfi að gefa árlega út pjesa um kynsjúkdóma. Til þess að efla þekkingu á þessum sjúkdómum álít jeg, að ráðstafanir þær, sem gert er ráð fyrir í stjórnarfrv., sjeu nægar, en þær kosta ekki neitt.

Jeg skil ekki þá leynd, er hv. 5. landsk. þm. (JJ) segir, að komi fram í frv. Þar er ekki gert ráð fyrir annari leynd en þeirri sjálfsögðu, að ekki sje verið að skýra frá, hvaða sjúklingar gangi með þessa veiki. Og er sú ráðstöfun nauðsynleg, því ella mundu ýmsir sjúklingar kveinka sjer við að fara til lækna. Bæði vegna þessa atriðis og vegna þess óþarfa kostnaðar, er jeg hefi áður getið um, legg jeg á móti því, að þessi till. verði samþykt.