12.03.1923
Efri deild: 15. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 415 í B-deild Alþingistíðinda. (478)

18. mál, varnir gegn kynsjúkdómum

Frsm. (Sigurður Hjörleifsson Kvaran):

Jeg hefi aðeins litlu við að bæta, og jeg get þess, að jeg er alveg samdóma hæstv. forsrh. (SE). Það, sem okkur háttv. 5. landsk. þm. (JJ) ber á milli, er, hvernig fara eigi með sjúklingana. Í frv. er gert ráð fyrir leynd, sem sje, að ekki sje ljóstað upp um það, hverjir sjeu sjúkir. Jeg tel það fylstu mannúðarskyldu, og sje hins vegar ekki, að nokkur væri bættari með að vita það. Jeg sje engan hagnað við það, að það ætti að frjettast í hverju kauptúni þessa lands, að þessi og þessi gengi með lekanda. Þótt jeg kannist við, að jeg haldi með slíkri leynd, er þar fyrir ekki hægt að núa manni því um nasir, að maður vilji ekki fyrirbyggja neitt. Það eru óleyfilegar aðdróttanir og alveg röng ályktun af meðferð minni og yfir höfuð lækna á þessu máli. Jeg legg til að brtt. háttv. 5. landsk. þm. (JJ) sje feld.