16.03.1923
Neðri deild: 21. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 418 í B-deild Alþingistíðinda. (483)

18. mál, varnir gegn kynsjúkdómum

Forsætisráðherra (SE):

Frv. þetta hefir stjórnin flutt eftir óskum Læknafjelags Íslands, og er það samið af fjelaginu eða öllu heldur nefnd úr því. Frv. hefir farið í gegnum háttv. Ed. og tekið þar nokkrum breytingum. Mestu máli skiftir sú breyting, að eftir stjfrv. var til þess ætlast, að fátækir sjúklingar fengju ókeypis alla læknishjálp, einnig spítalavist. En því var breytt á þá leið, að þeir sjúklingar, sem fátækir eru, fá að vísu læknishjálp ókeypis, en ekki veru í sjúkrahúsi.

Ástæðan til þess, að Læknafjelagið ljet semja frv. þetta og beiddi stjórnina að bera það fram, er sú, að annarsstaðar eru þessir sjúkdómar orðnir miklir vágestir. Í stórborgunum erlendis kveður svo mikið að þeim, að talið er, að nálega 10. hver karlmaður hafi einhvern slíkan kvilla. Hjer er enn þá, sem betur fer, lítið um þessa sjúkdóma, og vakir fyrir Læknafjelaginu, að gera mætti ráðstafanir til þess að stöðva þá. í frumvarpinu er gert ráð fyrir, að sjúklingarnir geti leitað sjer lækninga án þess á allra vitorði sje, en jafnframt er gert ráð fyrir, að þekking á sjúkdómum þessum verði aukin.

Jeg vona, að háttv. deild taki frv. vel og vísi því til allshn. að lokinni þessa í umr.