07.04.1923
Neðri deild: 36. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 580 í B-deild Alþingistíðinda. (628)

1. mál, fjárlög 1924

Fjármálaráðherra (MagnJ):

Það eru aðeins fáein orð. Jeg átti ósvarað háttv. 2. þm. Reykv. (JB) viðvíkjandi Álafossi, þ. e. því láni, sem verksmiðjunni var veitt úr viðlagasjóði. Það lán var að upphæð 100 þús. kr. og er frá því í júlí 1920. Það var veitt með 20 ára afborgunum og trygt með veði í verksmiðjunni, vjelum og ýmsun tilheyrandi húsum, og get jeg því ekki sjeð, að það hafi verið gengið illa frá lántökusamningunum frá stjórnarinnar hálfu. Úr viðbótinni, eða ábyrgðinni, sem heimilið var í næstsíðustu fjárlögum, hefir ekki orðið, hvorki í minni tíð nje fyrirrennara míns.