09.04.1923
Neðri deild: 37. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 645 í B-deild Alþingistíðinda. (654)

1. mál, fjárlög 1924

Forsætisráðherra (SE):

Aðeins stutt athugasemd. Háttv. þm. (PO) hefir eigi heyrt orð mín hjer áðan. En eins og jeg tók fram, þá gat jeg eigi, sökum þess að jeg þurfti skyndilega að fara til útlanda, farið nema einu sinni fljótlega í gegnum fjárlagafrv. Auk þess var búist við því, þegar fjárlagafrv. var samið, að Danir bættu við landvörn sína hjer.

Hvað snertir borðfje hans hátignar konungsins, þá get jeg ekki ímyndað mjer, að þingið vilji raska þeirri reglu, sem upp er tekin, að greiða það í dönskum krónum. Jeg vona, að háttv. deild samþykki það eins og það stendur í frv. og að hv. þm. fari vígi að vekja deilur um þetta atriði. Vil jeg einnig benda á, að konungi vorum er sjerstaklega ant um að láta það koma fram, að hann sje konungur Íslands, engu síður en Danmerkur.