12.04.1923
Neðri deild: 40. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 883 í B-deild Alþingistíðinda. (732)

1. mál, fjárlög 1924

Frsm. (Magnús Pjetursson):

Jeg get verið stuttorður. Þeir hv. deildarmenn, sem jeg hefi hlustað á, hafa allir verið samdóma nefndinni og fylgt tillögum hennar.

Vildi jeg helst óska, að menn fengju sem fyrst að greiða atkvæði. Jeg þarf ekki mörgu að svara hv. 1. þm. Árn. (EE). Mjer hefir skilist, að mikill partur deildarinnar og nefndarinnar væri á móti nýrri ullarverksiniðju. Hins vegar hefir nefndin fyrir hans uppástungu og tilmæli ekki gert neitt í málinu við þessa umr. Það er því ekki afsakanlegt hjá hv. þm. að ætlast til, að deildin samþykki tillöguna að órannsökuðu máli.