03.05.1923
Efri deild: 54. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1100 í B-deild Alþingistíðinda. (827)

1. mál, fjárlög 1924

Karl Einarsson:

Jeg hygg, að það sje misskilningur hjá hv. 2. þm. S.-M. (SHK), að hæstv. fjrh. (KIJ) hafi aðeins mælt með síðari lið brtt. minnar um styrk til Byggingarfjelags starfsmanna ríkisins. Hann mun hafa mælt einmitt með fyrri liðnum, en lítið minst á hinn. Enda er sjerstaklega þörf á að samþykkja fyrri liðinn, og hefir alt of lítið verið gert að því að sjá embættismönnum fyrir viðunandi húsnæði. En vegna dýrtíðarinnar hafa embættismenn í Reykjavík, og enda öðrum kaupstöðum, orðið sjerstaklega illa úti í þessum efnum.