04.04.1923
Efri deild: 31. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 42 í B-deild Alþingistíðinda. (89)

57. mál, dragnótaveiðar í landhelgi

Frsm. (Karl Einarsson):

Jeg ætla ekki að fara mörgum orðum um þetta, en læt mjer nægja að vísa til ástæðna frv. eins og það liggur fyrir. Það er undirbúið af sjútvn. Nd., en borið fram að tilhlutun stjórnarinnar. Það er að mínu áliti ekkert athugavert í frv., nema ef vera kynni það, að stjórnin ákveður sjálf hegninguna fyrir brot á reglugerðum eða bönnum, sem hún setur. En það þarf þó ekki að óttast, því að hegningin verður venjulega sektir, eða gert upptækt afli og veiðarfæri, en það mun ekki gert nema við ítrekað brot.