24.02.1923
Efri deild: 5. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1207 í B-deild Alþingistíðinda. (972)

26. mál, skiptimynt

Fjármálaráðherra (MagnJ):

Þetta frv. er lagt fyrir samkv. 23. gr. stjórnarskrárinnar. Á þinginu í fyrra var samþykt þingsályktun um skiftimynt, og þegar sú till. var framkvæmd, voru gefin út bráðabirgðalög til þess að löggilda þennan gjaldeyri. Þetta frv. er samhljóða þeim lögum og samhljóða samskonar lögum, sem sett hafa verið á Norðurlöndum, þar sem slík mynt hefir verið tekin upp.

Jeg legg það til, að frv. verði vísað til fjárhagsnefndar.