22.04.1924
Neðri deild: 53. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1633 í B-deild Alþingistíðinda. (1006)

101. mál, sýsluvegasjóðir

Frsm. (Pjetur Þórðarson):

Hv. Ed. hefir breytt þessu frv. á þá leið, að þrengja heimildina til þess, að hreppsnefndir geti lagt gjald til sýsluvegasjóða á með útsvörum. Samgmn. hefir ekki sett sig upp á móti breytingunni, en hefir þó óbundin atkv. um hana. Fyrir mitt leyti get jeg vel við unað, að enginn minni hluti geti lagt þetta háa gjald á menn, heldur þurfi til þess tvo þriðju atkvæða á lögmætum sveitarfundi, eins og breytingin ætlast til. Vona jeg því, að hv. deild fari að dæmi Ed. í þessu efni.