24.03.1924
Neðri deild: 31. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1645 í B-deild Alþingistíðinda. (1035)

60. mál, ríkisskuldabréf

Fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg vildi mæla með því, að brtt. hv. nefndar verði samþyktar. Það þarf væntanlega ekki að gera ráð fyrir lánum til mikilla verklegra framkvæmda nú, og því ekki mikil ástæða til að fella niður heimildina, en hinsvegar þætti mjer það óviðkunnanlegt, ef ekki væri hægt að fara eftir fyrirmælum þessara laga, þegar um innanlandslán væri að ræða. Því það er vitanlegt, að til þess var ætlast, að öll slík innanlandslán yrðu látin heyra undir þessi lög.

Um hitt atriðið, ósk hv. nefndar um yfirlýsing stjórnarinnar, skal jeg ekki segja neitt að svo stöddu, og mun hv. nefnd fá skýr svör í því efni við 3. umr.