24.03.1924
Neðri deild: 31. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 223 í B-deild Alþingistíðinda. (106)

1. mál, fjárlög 1925

Jakob Möller:

Háttv. frsm. (ÞórJ) sagði, að ríkissjóði bæri ekki skylda til að greiða sjúkrastyrk, nema því aðeins, að sjúklingurinn þyrfti að fara í sjúkrahús eftir læknisráði. En jeg veit, að hv. frsm. skilur það, að það hefir áhrif á sjúkrahúsvistarþörfina, hvort maðurinn hefir nokkuð milli handanna eða ekki. Það er sannanlegt, að sjúklingur þessi var í sjúkrahúsi, og þá á framfærslu af almannafje. En síðan hann fjekk þennan styrk, hefir hann ekki þurft að njóta sjúkrahúsvistar, en það er víst, að verði hann sviftur honum, mun hann mjög bráðlega, þurfa að fara í sjúkrahús aftur, ella hverfa út úr þessu lífi áður langt um líður.