27.03.1924
Neðri deild: 34. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1654 í B-deild Alþingistíðinda. (1066)

73. mál, yfirsetukvennaskóli

Magnús Jónsson:

Viðvíkjandi ræðu hæstv. forsrh. (JM) skal jeg geta þess, að jeg hefi átt tal við landlækni um þetta mál. Honum þótti í raun og veru þetta alveg rjettmætt, að landlæknir hefði þessa kenslu á hendi. Þótt þessi kennari þurfi vitanlega að vera sjerfræðingur, þá er annað, sem mjög mælir með brtt. nefndarinnar. Ljósmæður eru jafnframt sinni eiginlegu stöðu hjúkrunarkonur, einkum úti um land, og er því mjög nauðsynlegt, að samband sje á milli þeirra og landlæknis. Landlæknir taldi víst, að maður í hans stöðu yrði jafnan fær um að kenna þetta. Enda er ekki sannað, að einhver prófessorinn verði altaf færari um þetta. Mjer heyrðist ekki betur en að landlæknir fjellist á þetta.