25.04.1924
Efri deild: 54. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1658 í B-deild Alþingistíðinda. (1080)

73. mál, yfirsetukvennaskóli

Frsm. (Ingibjörg H. Bjarnason):

Mjer skilst svo, að hjer muni vera alvörumál á ferðum að því er brtt. nefndarinnar snertir. En eins og jeg tók fram áðan, þá eru brtt. til orðnar eftir ósk kvenkvennara skólans. Það má segja, að óframkvæmanlegt sje að binda tölu nemenda, eins og nefndin hefir gert, en jeg lít þó svo á, að spara megi á þessu sviði. Nefndin ætlaði sjer ekki þá dul að koma í veg fyrir það með brtt. sinni, að ljósmæður giftust, en vildi aðeins tryggja það, að konur þær, er styrks nytu, gerðu fullnaðarskil á greiðslu hans. Nefndin fór í þessu efni eftir till. kennara skólans, eins og greinargerðin ber með sjer, og þarf jeg því ekki að bera blak af henni. Er jeg sannfærð um, að brtt. nefndarinnar eru ekki svo til spillis, að frv. stafi hætta af þeim. Ef hv. deildarmenn telja brtt. óheppilegar, þá greiða þeir auðvitað atkvæði á móti þeim.