18.03.1924
Neðri deild: 26. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1683 í B-deild Alþingistíðinda. (1121)

59. mál, friðun rjúpna

Magnús Guðmundsson:

Jeg skal leyfa mjer að benda væntanlegri nefnd á það, að nokkuð þarf að auka við frv. Það hefir komið fyrir síðan rjúpur voru friðaðar, að þær hafa gengið kaupum og sölum milli manna, og þegar hefir verið gengið á menn um þetta, hafa þeir sagt, að þeir gætu ekki sagt með vissu, af hverjum þeir hafi keypt, og er þá eftir gildandi lögum og frv. þessu ekki auðið að gera frekara í málinu. Jeg leyfi mjer að skjóta því til nefndarinnar, að þessu verður að kippa í lag. Jeg hygg, að hún muni geta fengið allar upplýsingar um þetta í dómsmálaráðuneytinu, því að jeg veit ekki betur en að þar hafi nýlega verið mál af þessari tegund og það verið álitið, að ekki mundi unt að hegna mönnum fyrir þetta augsýnilega brot á gildandi lögum. Það er augljóst, að lögin eru gagnslaus meðan þau eru svo ófullkomin, og tel jeg sjálfsagt, að úr þessu verði bætt. Mál þetta var í landbn. í hv. Ed., og geri jeg því að tillögu minni, að frv. verði vísað til sömu nefndar hjer.