18.03.1924
Neðri deild: 26. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1694 í B-deild Alþingistíðinda. (1137)

59. mál, friðun rjúpna

Forseti (BSv):

Háttv. þm. Borgf. (PO) hefir talað tvisvar í þessu máli. En samkvæmt þingsköpum er mönnum óheimilt að taka til máls oftar en tvisvar sinnum við sömu umræðu, nema það sje til að gera athugasemdir um þingsköp eða til að bera af sjer sakir. Hinsvegar er ekki ástæða til að veita mönnum tækifæri til að bera sakir á aðra. Þó vil jeg ekki meina hv. þm. Borgf. að gera stutta athugasemd, ef honum þykir ástæða til að bera af sjer sakir.