28.04.1924
Efri deild: 56. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1717 í B-deild Alþingistíðinda. (1164)

59. mál, friðun rjúpna

Guðmundur Ólafsson:

Jeg verð að taka í sama streng og hv. 2. landsk. þm. Álít jeg breytingar þær, sem orðið hafa á frv., síst vera til bóta, nema að ófriðunartíminn er styttur. Einkum legg jeg talsvert mikið upp úr því, að eftir frv. nú eru rjúpurnar friðaðar í janúarmánuði, því að í þeim mánuði og síðari hluta des. eru menn og harðindi oftast samtaka um að eyða þeim. Er eftirsjá að ársfriðuninni. Þó bætir nokkuð heimild ríkisstjórnarinnar til friðunar, ef ástæða þykir til. Verð jeg því eftir atvikum að leggja til, að frv. verði samþykt.