05.03.1924
Neðri deild: 15. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1748 í B-deild Alþingistíðinda. (1181)

33. mál, friðun á laxi

Forseti (BSv):

Mjer hefir borist áskorun, undirrituð af þessum háttv. þm.: TrÞ, SvÓ, JAJ, ÁÁ, IngB, PÞ og PO, um að skera þegar niður umræður um þetta mál, sem nú eru orðnar furðulangar. Nú höfðu 2 hv. þm. kvatt sjer hljóðs, áður en þessi till. kom fram, frsm. minni hl. meðan jeg las áskorunina og einn síðar. En það hefir áður verið venja, að þeim mönnum skyldi heimilað að taka til máls, er þess höfðu beiðst áður en áskorun um niðurskurð umræðna var fram komin, og mun jeg með þessu fororði bera undir atkvæði áskorun þessa um að slíta umræðum.