20.03.1924
Neðri deild: 28. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1791 í B-deild Alþingistíðinda. (1235)

90. mál, bæjarstjórn í Hafnarfirði

Flm. (Jón Baldvinsson):

Jeg skal ekkert hafa á móti því, að málið sje borið undir bæjarstjórnina í Hafnarfirði, en hinsvegar er málið þess eðlis, að það á ekki að vera komið undir meiri hluta bæjarstjórnar, hvort það nær fram að ganga eða ekki, því það er til þess fram borið að tryggja það, að minni hluti í bæjarstjórn geti komið manni í nefndir, og þeim manni, sem hann vill. Jeg skil ekki, að bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi neitt á móti þessu, en þó svo væri, þá er ekki ástæða fyrir þingið að taka það til greina. Jeg skal geta þess, að nokkrir menn úr bæjarstjórninni eru þessu fylgjandi, og eins er hv. 1. þm. G.-K. (ÁF) ekki á móti málinu. En eðli málsins er þannig, að ekki kemur til mála að hlíta mótmælum meiri hlutans, ef svo snerist.