03.04.1924
Neðri deild: 41. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1799 í B-deild Alþingistíðinda. (1242)

90. mál, bæjarstjórn í Hafnarfirði

Frsm. meiri hl. (Bernharð Stefánsson):

Jeg tók það fram áðan, að jeg mundi ekki fara út í neinar deilur um þetta mál, og verði jeg að taka undir með hv. 1. þm. G.-K., að jeg er ekki sjerlega heitur fyrir því. — Það hefir nú samt verið ráðist á nefndina fyrir að hún vilji bera fyrir borð rjett minni hl. bæjarstjórnar í Hafnarfirði, og þar með þess flokks, sem standi á bak við þá menn. Jeg get alls ekki fallist á þetta, því það hefir ekkert legið fyrir nefndinni, sem bendi til þess, að nokkur áhugi sje fyrir þessu máli í Hafnarfirði. Það eru aðeins þessir þrír menn, sem standa fyrir þessu „og svo nokkrir aðrir“, eins og stendur nál. hv. minni hl. nefndarinnar. Þar fyrir þarf það alls ekki að vera, að þessir bæjarfulltrúar hafi að baki sjer í þessi máli hlutfallslegt fylgi kjósenda. — Finst mjer yfirleitt ekki liggja svo mjög á þessi máli, að flokkurinn geti ekki gefið sjer tíma til að undirbúa það betur, og legg jeg því til, það sje látið bíða þetta árið.