03.04.1924
Neðri deild: 41. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1813 í B-deild Alþingistíðinda. (1264)

114. mál, lögreglusamþykktir

Frsm. (Jón Kjartansson):

Það er samkvæmt beiðni kauptúnsins í Vík í Mýrdal, að jeg hefi beðið hv. allshn. að flytja frv. þetta. Þar er eins ástatt og um mörg önnur kauptún, sem ekki eru hreppsfjelög út af fyrir sig, að þau geta ekki gert lögreglusamþykt. En jeg tel fulla nauðsyn á að veita þeim þessa heimild. Hjer stendur svo á, að þarna eru miklir matjurtagarðar, sem liggja undir skemdum af völdum alifugla og annara skepna, ef ekki er að gert. Jeg vona, að deildin fallist á þetta og hafi ekkert á móti frv. og lofi því að ganga til 2. umr. Lögreglusamþykt þessi er ætluð að ná aðeins til skepna, svo það á engin hætta að vera að samþykkja frv. þetta.