07.04.1924
Neðri deild: 44. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1822 í B-deild Alþingistíðinda. (1285)

120. mál, Landhelgissjóður Íslands

Atvinnumálaráðherra (MG):

Með því að hæstv. fjrh. (JÞ) er ekki við sem stendur, þá vil jeg geta þess, að hann óskar, að fjárveiting úr landhelgissjóðnum nái líka til ársins 1924, þó hann máske myndi láta sjer nægja yfirlýsingu háttv. fjvn. um þetta efni við 3. umr. En því tek jeg þetta fram, að í frv. stendur, að löggjafarvaldið skuli ákveða, hvenær byrja skuli að veita fje úr sjóðnum til þessa, en eins og menn muna, varð ágreiningur um þennan lið við 3. umr. fjárlagafrv.