08.04.1924
Neðri deild: 45. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1841 í B-deild Alþingistíðinda. (1317)

56. mál, atkvæðagreiðsla utan kjörstaðar við alþingiskosningar

Magnús Torfason:

Það var aðeins athugasemd um þingsköp. Þegar engin brtt. er borin fram við frv. við 2. umr., þá er ómögulegt að ræða það grein fyrir grein, og sje jeg því enga ástæðu til, að þetta mál sje rætt frekar fyr en við 3. umr. Enda sýndi ræða hv. 4. þm. Reykv. (MJ), að hann gat aðeins talað um málið alment. Slíkt heyrir ekki til við 2. umr., og vil jeg láta afleggja þann sið, enda veitir ekki af að nota tímann til annars.