08.04.1924
Neðri deild: 45. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1845 í B-deild Alþingistíðinda. (1325)

56. mál, atkvæðagreiðsla utan kjörstaðar við alþingiskosningar

Þórarinn Jónsson:

Þar sem hjer er verið að ræða um þingsköp, en ekki málið, sem fyrir liggur, get jeg ekki stilt mig um að mótmæla skoðunum hv. 1. þm. Árn. (MT) í þessu efni. Það nær ekki neinni átt, að ekki megi tala um mál við 2. umr. Samkv. þingsköpum er það ákveðið að ræða einstakar greinar frv., þótt engar brtt. hafi komið fram. Hjer liggja ennfremur fyrir tvö nefndarálit, og annað meira að segja fult af mótsögnum og rangfærslum. Væri því hart að hefta umr. um nál. hv. 4. þm. Reykv. (MJ) þvert ofan í þingsköp.