08.04.1924
Neðri deild: 45. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1845 í B-deild Alþingistíðinda. (1326)

56. mál, atkvæðagreiðsla utan kjörstaðar við alþingiskosningar

Forseti (BSv):

Jeg sje ekki betur en að þetta sje algerlega þarflaust þjark, einungis til að teygja tímann. Það er hægur vandi að taka aftur til óspiltra málanna við 3. umr. Auðvitað sprettur þetta alt af því, að málin eru ekki rædd til þrautar við 1. umr. En þegar málin eru lítt eða ekki rædd við 1. umr., heldur vísað til nefndar og koma úr nefnd til annarar umræðu, þá liggja þau þannig fyrir deildinni, að nær því er óhjákvæmilegt á stundum að ræða jafnframt um málin alment, eins og gert er í nefndarálitunum. Við þetta er meira eða minna blandað saman verkefni 1. og 2. umr., en þetta hefir verið tekið upp sakir þess, að það er talið greiðara fyrir afgreiðslu mála heldur en að taka þau úr nefnd til framhalds 1. umræðu, þótt það væri að forminu rjettari meðferð.