28.04.1924
Efri deild: 56. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1849 í B-deild Alþingistíðinda. (1335)

56. mál, atkvæðagreiðsla utan kjörstaðar við alþingiskosningar

Eggert Pálsson:

Jeg hefi skrifað undir nál. með fyrirvara, og í honum felst svipað og fyrirvara hv. þm. Seyðf. (JóhJóh). Annars er jeg sömu skoðunar og hv. frsm. (JJ), að jeg tel, að lög þau, sem hjer er um að ræða að fella úr gildi, hafi ekkert gagn gert, þótt jeg hinsvegar telji þau ekki svo mikinn gallagrip, að ekki mætti laga þau, eins og hv. frsm. virtist gera.

Annars hefði jeg helst óskað, að frv. þetta hefði beðið, og helst af öllu, að það hefði getað orðið samferða kosningalagafrv. því, sem er hjá allsherjarnefnd, til stjórnarinnar, og það því heldur, þar sem ekki er sýnilegt, að kosningar þurfi að fara fram nú bráðlega.