08.04.1924
Neðri deild: 45. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1914 í B-deild Alþingistíðinda. (1378)

61. mál, bæjargjöld í Reykjavík

Jakob Möller:

Það er misskilningur hjá hæstv. fjrh. (JÞ), að skiffinska þurfi nokkuð að aukast, þó að liðnum verði skift í tvent. Þar sem hundraðsgjaldið af húsum og lóðum er hið sama, má tilgreina virðingarverð í einu lagi á skránni og reikna gjaldið í einu lagi. Þarf því ekki aukna skriffinsku, þó að brtt. mín verði samþykt, ekki einn pennadrátt.