25.04.1924
Efri deild: 54. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1919 í B-deild Alþingistíðinda. (1388)

61. mál, bæjargjöld í Reykjavík

Frsm. (Jóhannes Jóhannesson):

Það er út af ummælum hv. þm. A.-Húnv. (GÓ). Jeg tók það fram, að nefndin leggur til, að frv. nái að ganga fram. Alt um það ber nefndin ekki sjerstaka ábyrgð á því og auðvitað verður hv. þm. að greiða eins og aðrir um það atkvæði á sína eigin ábyrgð, en það er ekkert nýtt í þessu máli. Jeg benti á, að allshn. þessarar hv. deildar hefði ekki haft tíma til að rannsaka málið eins og hún hefði viljað. Aftur á móti er það rækilega undirbúið af hv. Nd. og hefir tekið þar miklum bótum að mínu áliti. En við getum ekki losað hv. þm. við að greiða atkv. upp á eigin ábyrgð.