19.03.1924
Efri deild: 23. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1993 í B-deild Alþingistíðinda. (1441)

29. mál, hæstiréttur

Jónas Jónsson:

Þegar hv. allshn. ræddi þessi atriði, hafði jeg ekki hugsað mikið um breytingarnar, en eftir því, sem meira hefir verið um það atriði talað, því sannfærðari hefi jeg orðið um það, að breytingarnar eru rjettmætar. Furðar mig, hversu mikið kapp menn leggja á það, að breytingarnar verði feldar. Mjer virðist meiri trygging fyrir því, að bestu mennirnir verði dómstjórar, ef þeir eru kosnir innan rjettarins, heldur en ef þeir eru skipaðir af hinu pólitíska valdi. Vona jeg því, að breytingarnar nái fram að ganga, því að þær fara greinilega í rjetta átt.