19.03.1924
Efri deild: 23. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1996 í B-deild Alþingistíðinda. (1445)

29. mál, hæstiréttur

Frsm. (Jón Magnússon):

Það var talað um það við 2. umr. þessa máls, að með frv. væri verið að stofna til ófriðar innan hæstarjettar. Jeg taldi slíkt óhugsandi þá, og jeg geri svo enn. Jeg skal taka það fram einu sinni ennþá, að nefndin telur tiltækilegt og rjett að fækka dómendum rjettarins niður í 3. Jeg skal bæta því við, að ef 1. gr. frv. verður ekki samþykt, þá kemur til brtt. nefndarinnar. Það er rjett, sem hv. þm. Seyðf. tók fram, að ákvæði hæstarjettarlaganna frá 1919 eru ekki numin úr gildi, og mundi það því koma undarlega fyrir við uppprentunina.