14.04.1924
Efri deild: 48. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 2212 í B-deild Alþingistíðinda. (1610)

133. mál, sjúkrasamlög

Frsm. (Jónas Jónsson):

Jeg get verið hv. deild þakklátur fyrir, hversu vel hún hefir greitt fyrir þessu frv. Jeg hefi ekki mikið um þetta mál að segja. Aðeins skal jeg geta þess, að frv. er borið fram eftir ósk Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Ástæðan er sú, að síðan gildandi lög voru samin, hefir hagur manna breyst, og lögin eiga því ekki við að öllu leyti. Hjer er, eins og menn sjá, ekki um efnisbreytingu að ræða, heldur formsbreytingu, sem er mjög til bóta.